OpenShot myndskeiðavinnsluforritið er frjáls og opinn hugbúnaður til vinnslu myndskeiða á Linux, Mac og Windows. Við hönnuðum OpenShot forritið til þess að vera einfalt í notkun, auðvelt að læra á það, auk þess að vera eins öflugt til vinnslu myndskeiða og kostur er. Klipptu, sneiddu og breyttu auðveldlega hvaða myndskeiði eða filmu sem er. Kíktu hér á lista yfir alla eiginleika, skoðaðu skjámyndir eða horfðu á myndskeið með OpenShot að verki!

Sagan af tilurð verkefnisins

Hina dramatísku sögu af því hvernig og hvers vegna OpenShot varð til, er best hægt að skilja með því að lesa: Sagan okkar.

Hönnuður og aðalforritari

OpenShot varð til í ágúst árið 2008, fyrir tilstuðlan Jonathan Thomas, forritara frá norður-Texas (BNA). Í dag nýtur Jonathan aðstoðar frá mörgum lykilforriturum og hönnuðum: Kynntu þér þróunarteymið. Árið 2012 stofnaði Jonathan Thomas fyrirtækið OpenShot Studios, LLC, og var allur höfundarréttur og vörumerkjaskráning flutt yfir á hið nýja fyrirtæki, til að verja betur hagsmuni hvers þáttakanda í verkefninu. Stuttu síðar gerðist OpenShot Studios aðili að Open Invention Network (OIN), í þeim tilgangi að styrkja stöðu sína og annarra þátttakenda gagnavart eignarhaldi á hugverkum og grunnkóða.

Forritunarmál og kerfiskröfur

OpenShot is written in a few different programming languages. The interface is built with Python and PyQt5. Our video processing backend (libopenshot) is built in C++, and utilizes FFmpeg. Our interactive drag-n-drop timeline is built with HTML5, JavaScript, and AngularJS. Many of our advanced 3D effects and animations are powered by Blender.

Stýrikerfi

OpenShot er tiltækt fyrir Linux, OS X og Windows. Skoðaðu niðurhalssíðuna til að sjá nánari upplýsingar.

Upplýsingar um notkunarleyfi

OpenShot™ myndskeiðavinnsluforritið er frjáls hugbúnaður; þú mátt dreifa honum og/eða breyta samkvæmt skilmálum í almenna GNU GPL notkunarleyfinu eins og það er gefið út af Frjálsu hugbúnaðarstofnuninni; annaðhvort útgáfu 3 af GPL-leyfinu, eða (ef þér sýnist svo) með einhverri nýrri útgáfu leyfisins.

Sækja OpenShot

Það eru margar mismunandi leiðir til að sækja og setja upp OpenShot. Við bjóðum upp á Linux AppImage, sem styður flestar gerðir Linux skjáborðsumhverfa. Einnig eru til uppsetningarforrit fyrir OS X og Windows. Sækja núna.

Hafðu samband við okkur

Margar leiðir eru til að hafa samband við OpenShot-teymið, meðal annar í gegnum tölvupóst, IRC og Facebook. Til að sjá nánari upplýsingar varðandi þetta er best að skoða síðuna Hafðu samband við okkur.